Stemmur

Haldlausar
kenningar

heimreið
spotti
gata
tröð.

Án merkingar

stígur
leið
átt.

Haldbetri
orð
berast
hægt
í gegnum vatn
hljóðið
bjagað
vissa
elska.

 

 

 

Beygur

Við vaðið
á ánni
í lofti
sandský
vart merkjanlegt.

Helst
stöku korn
þegar við
bítum saman

-þurfum aldrei að snúa aftur-

borg límd á framrúðuna.

 

 

 

 

Jafnvel

Niður við vatnsborð
orðið þitt
annarlegir
hringir
að sefinu
jafnvel.

 

 

 

 

Sýnilegt

Svona
brotnar það
eins og regn
eins og snjór
eins og hljóð
ryk
í gamalli hlöðu.

Ljósgeisli
á sér
undan og eftir
allt
nema ef til vill Guð
útkomur
allar

í ljósgeisla.

 

 

 

 

Skrúðgarðar

Alla ævi of endanlegt
frekar A til B
því er á meðan er
í undirheimum
Kirsuberjagarðsins
og enn gæti
leigugatan
komið undan snjó.

 

 

 

 

Til erlendra gesta

Þegar þeir vakna aftur
skilaðu til þeirra
innan um skýin
að veröldin sé hér enn
vitlausu megin
við kristalshvelin
ég komi aftur
með flotann ósigrandi
siglandi inn stofuganginn
og síldina í nótinni.

 

 

 

 

 

Ferðamáti

Í Tókíó slær járnhjarta
dælir hljóði
ilmandi hljóði af trjám
yfir undir
allt í kring
um hafið, um djúpin,
hingað
í íslenska
þýðingu.

 

 

 

 

Framandi staðir

Borgin hljóðar
eins og stórt
dýr.

Ekki hrygla
heldur síðasta hljóðið
af stolti frá
stórum líkama.

Á bílaplaninu mæti ég
snæhéra sem tæplega
þekkir sig frá snjónum
síðan er það niður og
niður í miðborgina
í leit að upptökunum.

Eins langt frá ást guðs
og komist verður
ræstistokkarnir anda
sýnilegt frostið.

Um morguninn
skip að sökkva
aðeins í draumi
næ ég sannfæra
sjálfan mig
allt er í lagi
það er ekki mín fleyta
sem fer niður.

 

 

 

 

 

Inferno

Finn til samsemdar
með stúlkunum tveimur
alteknum óekta
varúð
berleggjaðar
yfir götuna í sólskyni
með ís á vörunum.

Gæti verið
þessi tegund af andartaki
sem ég þekki mig í
byrtan jafnvel kunnugleg.

 

 

 

 

 

Eftirstöðvar

(Girðingin)

Trúði þeim ekki fyrr en að fullreyndu svörtu bókunum sem hlóðust upp og innihéldu ekkert annað en hringlaga lýsingu á umhverfinu greindu niður í síðasta smáatriði fráleita hugmynd um steinhúsið sem við byggjum börnin sem við eignumst kjólinn sem ég klæði þig úr vindinn sem blæs svo alltof hvass. Meiningin var góð en efndirnar allt annað en sanngjarnar þegar sumarið leið uppúr Aprílmold og mölbrotin girðing, gersemi hin mesta, niður við vatnið.

 

 

 

 

Grunnteikning

Á bak við heima
hefur ekki verið
nartað í nýbyggingarreitinn
við getum leikið hvað sem er
en af því ég er með gleraugu
skal ég vera skynsemin,
hver vilt þú vera?

 

 

 

 

 

Afmæli Stalíns

Hvernig
getur hann farið að lengja
ef hann er ekki til?
Ef nóttin nær höndum saman
yfir hádegið?

Kristalsljósakróna
farin forgörðum á hlaðinu
glitrar við tungli
fíngerður söngur
sem hljóðnar við
frostdynkina.

Við förum inn.
Hefði þetta borið uppá
afmæli frelsarans
hefðum við haft
lamb sem til fjalla
gekk úr haganum
núna undir botnlausum snjó
hvítur jafnvel í myrkri
fiskurinn
kartöflur
til fullnustu.

Ekki meir en svo
ég geymi tómstundir
kvöldsins
djúpar sprungur í dagskrá miðlanna
dæmasafn
úr rokksögunni
draumkennt að
deyja úti á landi.

Þegar morgnaði
var staðið við
loforð um ljós.

 

 

 

 

 

Teikning

Dragið tvær línur
þar sem blikar
milli þess
sem getur verið
og þess sem aðeins er
ímyndun fært.

Línurnar
leggjast saman
í laufblað frá
ókomnu sumri.

 

 

 

 

Athugasemd

Missir hefur ekki sýst áhrif
á bragðskyn
fjallar
um að finna ekki lengur.

 

 

 

 

 

Langanes

Mölin endar
í ósennilegu ljósi
ölduhljóð
eyrum okkar falt
fellur saman
við missýnina
en hér er
engu hollara
að treysta.

 

 

 

 

 

Jótlandsheiðarnar

Kliður frá Túborgánni
bergmálar heiðarnar
heiman ávalar
gárur á vitund
útlaganna.

Þeim verður litið
hvorn á annan
gæti komið til
hugsun
um stað sem lagt var uppfrá
einhverskonar A
ef ekki væri fyrir
óminnið, algleymið
annars er líka
bara betra
að vera hér.