Sýnilegt

Svona
brotnar það

eins og regn
eins og snjór
eins og hljóð
ryk
í gamalli hlöðu.

Ljósgeisli

á sér
undan og eftir
allt
nema ef til vill Guð

útkomur
allar
í ljósgeisla.