Til erlendra gesta

Þegar þeir vakna aftur
skilaðu til þeirra
innan um skýin
að veröldin sé hér enn
vitlausu megin
við kristalshvelin
ég komi aftur
með flotann ósigrandi
siglandi inn stofuganginn
og síldina í nótinni.